Dagleyfi

2500kr.
  • Veiði á einni stöng frá morgni til kvölds daginn sem veiðileyfið gildir. Aðgangur að tjaldsvæði fylgir með veiðileyfinu.

Helgarkort

5000kr.
  • Veiði á einni stöng frá föstudagsmorgni til sunnudagskvölds. Aðgangur að tjaldsvæði fylgir með veiðileyfinu.

Sumarkort

10000kr.
  • Veiði á einni stöng frá 28. maí til 31. ágúst 2021. Aðgangur að tjaldsvæði fylgir með veiðileyfinu.

Kaupa verður veiðileyfi á þessum vef áður en haldið er til veiða í Hítarvatni.

Hafið með ykkur afrit af veiðileyfinu þegar haldið er til veiða, annað hvort í símanum og/eða útprentað.

Hítarvatn er á Mýrum í Borgarbyggð, er 7,6 km2 að stærð og stendur í 147 m. yfir sjávarmáli. Úr Hítarvatni rennur ein þekktari laxveiðiá landsins, Hítará. Hítarvatn er í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík ef ekið er um Borgarnes.

Fólksbílafært er inn að vatninu. Við vatnið er tjaldsvæði sem fylgir með veiðileyfi. Við gangnamannahús á svæðinu má finna hreinlætisaðstöðu með rennandi vatni. Einnig er hægt að kaupa gistingu í gangnamannahúsinu. Nánari upplýsingar um gistingu er hægt að fá í síma 437 1715. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu en athygli skal vakin á að mikið er af mýflugum við vatnið.

Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja. Góð veiði er jafnan þar, sem lækir renna í vatnið, undir hrauni sem og inn í botni vatnsins. Daglegur veiðitími er frá morgni til kvölds út tímabilið sem nær frá síðustu helgi í maí til 31. ágúst. Heimilt er að nota flugu, maðk og spón sem agn, en athuga ber að öll veiði af bát er stranglega bönnuð. Nokkuð jöfn veiðivon er yfir veiðitímabilið.